top of page
  • Hæglætishlaðvarpið á Spotify
  • Instagram
  • White Facebook Icon

Hvað er hæglæti?

HÆGLÆTI SVAR VIÐ HRAÐA OG STREITU SAMFÉLAGSINS

Hæglætishreyfingin er hreyfing fólks sem hefur tileinkað sér eða hefur áhuga á að tileinka sér hæglæti (e. slow living, einnig simple-living). Hæglæti er svar við hraða og streitu samfélagsins. Hæglæti er val um að lifa meðvitað og að hafa stjórn á og val um það hvernig maður ver tíma sínum. Hæglæti getur veitt okkur aðgang að því að verða meðvituð um að maður hefur alltaf val um ákvarðanir og aðstæður og þar með að upplifa sig ábyrgan fyrir eigin líðan, heilsu og samskiptum sínum við aðra.

Hlaðvarp 21. þáttur

Í 21. þætti Hæglætishlaðvarpsins eiga þær samtal Þóra Jónsdóttir, stjórnarkona í Hæglætishreyfingunni og Anni Haugen, félagsráðgjafi sem er hætt störfum. Anni starfaði lengi við barnaverndarþjónustu og við kennslu í félagsráðgjöf.
Þóra lýsir Anni sem fyrirmynd sinni sem hæglætis"lífveru", í upphafi þáttar, en Anni lifir hæglætislífi ásamt eiginkonu sinni í sveitasælu í miðri Reykjavík.
Anni og Þóra ræða saman um hlustun og hæglæti og hvernig þetta tvennt spilar saman. Anni segir hlustun mjög mikilvæga í öllum samskiptum, þegar við þjónum eða aðstoðum hvort annað. Og til þess að geta verið flink að hlusta þarf hæglæti og rými til að vera vel til staðar og sitja vel í sjálfu sér. Við mælum með hlustun.

Nýjustu Pistlarnir

bottom of page