top of page

Guðný Valgerður Guðmundsdóttir
Í varastjórn hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er með bakgrunn í tónlist og tónsmíðum en er einnig menntaður grunnskólakennari og hef meðal annars starfað sem tónlistarkennari og organisti. Ýmsar upplifanir urðu til þess að við fjölskyldan ákváðum að einfalda líf okkar til muna og er ég nú heimavinnandi með tvö börn og maðurinn minn vinnur heiman frá í hlutastarfi.

Ég hef mikinn áhuga á að ferðast og kynnast mismunandi menningarheimum. Einnig hef ég áhuga á tungumálum, plöntumiðuðum mat, unschooling, grænmetisræktun og fleira.

Guðný V_edited.jpg
155424448_351654842673095_9130809546780480409_n.jpg

Við fjölskyldan búum á Akureyri en erum að byggja lítið hús í Eyjafjarðarsveit. Síðustu ár höfum við dvalið mikið erlendis og á ferðum okkur höfum við fengið tækifæri til að sjá og kynnast hvernig barnafjölskyldur í öðrum löndum forgangsraða lífi sínu í þágu sterkrar tengslamyndunar og samveru fjölskyldunnar. Með því að byggja lítið hús án þess að skuldsetja okkur of mikið vonumst við til að geta lagt áherslu á samverustundir fjölskyldunnar og þar með útiloka óþarfa stress og álag í lífi okkar.

Ég hef áhuga á öllu því sem tengist náttúrulegum og heilsusamlegum lífsstíl og legg mig alla fram við að byggja upp líf sem leggur áherslu á heilsu, samveru fjölskyldunnar, minimalisma og sjálfbærni. Þegar ég tek ákvarðanir sem móta líf mitt reyni ég að fylgja innsæinu og lifa lífinu eins náttúrulega og hægt er.

Ég hef mikinn áhuga á öllu sem við kemur velferð fjölskyldna og barna og trúi að með vitundarvakningu nærverubyltingarinnar sé hægt að breyta heiminum til hins betra.

20180818_092738 (3).jpg

Tilgangur samfélagsmiðla minna er að sýna frá hæglætislífi þar sem við erum með börnin okkar í heimakennslu, ræktum grænmeti, prófum okkur áfram í sjálfbærni, byggjum lítið hús. Markmiðið er að tengjast öðrum fjölskyldum í sömu hugleiðingum og sýna að það er vel hægt að fara aðrar leiðir í lífinu.

156245824_3778706725528233_4318449940497358952_n.jpg
156199215_551223109649154_4227848549065794414_n.jpg
bottom of page