top of page

Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Í varastjórn hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er með meistargráðu í íþrótta- og heilsufræðum með áherslu á hreyfingu barna. Ég starfa sem framhaldsskólakennari og rek fyrirtækið mitt Færni til framtíðar. Ég bý á Selfossi og á annan heimavöll sem er Laugarvatn. 

Áhugamálin mín eru heilsa, náttúran, útivist, útivera og hreyfing í víðu samhengi. Ég hef mikinn áhuga á vellíðan, mannrækt og félagsleg heilsa er mér hugleikin. Þess utan hef ég áhuga á ljósmyndun, landafræði og lúmskan áhuga á mat þó ég sé ekki mikill kokkur. 

Náttúran er minn heimavöllur þar sem ég fæ mína hleðslu. Vel að verja sem mestum tíma úti í náttúrunni með fjölskyldunni minni til að njóta gæðastunda í hæglæti. 

Náttúran hefur einhvern kraft - mátt sem erfitt er að lýsa í orðum. Tilfinning og vellíðan sem kallar á mig daglega.

155546282_1255429231521626_4045561776917
sabína Steinunn.jpg
154930287_718192058844634_41410184665998
155014347_836927803523367_89661496690620
Sabína.jpg

Ég er með Instagram síðu og Facebook síðu utan um mitt fyrirtæki sem heitir Færni til framtíðar. 

Tilgangur samfélagsmiðla þinna: Á mínum miðlum legg ég áherslu á börn, hreyfifærni barna, hreyfingu barna og skynþroska þeirra. Ég einblíni á náttúruna og kem með hvetjandi hugmyndir fyrir foreldra sem vilja verja gæðastundum í náttúrunni.

aðalmynd.png

Netfang

Miðlar

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page