Hæglætishreyfingin óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og friðsældar yfir hátíðirnar.
Við óskum þess að við öll getum notið þess að hægja á yfir jólin, hjálpumst að og náum að einfalda hugsun og verkefnin sem við veljum okkur til að skapa fallegar samverustundir, hvort sem er með fjölskyldu, vinum eða með okkur sjálfum.
Hæglæti hjálpar okkur að róa hugann, væntingar okkar og kröfur, hjálpar okkur að bera ábyrgð á okkar eigin lífi og líðan.
Við þökkum öllum fylgjendum okkar fyrir fallega endurgjöf og samfyld á árinu sem er að líða.
Gleðileg jól!
Comments