top of page
  • Instagram
  • Facebook

Þóra Jónsdóttir
Gjaldkeri Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

2020-08-20 12.32.40.jpg

Ég er hvatningakona fyrir hæglætislífsstíl, ein af stofnendum Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi,  lögfræðingur, markþjálfi, sáttamiðlari, fjölskyldumanneskja, friðarsinni, glöð miðaldra kona sem hefur náð að endurheimta færnina til að leika sér, svo sem í gegnum tónlist og með því að skapa gleðistundir með góðu fólki. 

Ég ástunda hæglæti með því að lifa sem oftast í meðvitund. Ég stunda hæglæti á heildrænan hátt, ég stefni að því og reyni að vera sem mest í meðvitund um núlíðandi stund, athafnir mínar, samskipti og líðan. 

koss.jpg

Lífið er mitt stóra áhugamál, með öllu sem það inniheldur. En meðal þess sem ég ástunda til að lifa lífinu lifandi og í gleði er að rækta fjölskylduna mína, stunda útiveru og þá aðallega göngur í náttúrunni, mér finnst dásamlegt að skrifa og lesa, hlusta á og búa til hlaðvörp, og svo finnst mér ofboðslega gaman að eiga næringarrík samtöl við fólk.  

Ég hvet til hæglætisástundunar, því hæglæti hjálpar til við að skapa einstaklingum innri ró og ánægju í eigin lífi. Þannig fæst af því samfélagslegur ávinningur ef margir ástunda hæglæti; þeim mun fleiri sem verða sáttari og hæfari í samskiptum, þeim mun betur gengur að reka samfélagið. 

Að ástunda hæglæti veitir mér ró og léttir af mér áhyggjum og ofhugsun. Það gerir mig hæfari í samskiptum, ég hlusta betur og veiti fólkinu mínu betri athygli og nærveru. Tengslin við fólkið mitt eru fyrir vikið heilbrigðari og við njótum samverunnar á miklu dýpri og notalegri hátt en áður. 

Hæglætishugsunin er mín sjálfsrækt. Að gefa mér tíma og rými, að sýna sjálfri mér vinsemd og kærleika er auðveldara í hæglæti. Ég er betri maki, betra foreldri og félagi í hæglæti og meðvitund. Það hjálpar mér að taka meðvitaðar ákvarðanir um framkomu og tjáningu, áður en ég hugsanlega segi eitthvað eða geri sem veldur særindum, er dæmandi eða niðurbrjótandi.

Ef og þegar mér verður á, veitist mér auðveldara að biðjast afsökunar og bæta fyrir mistökin, í hæglæti. Ég get líka betur fyrirgefið sjálfri mér. Ég er umburðarlyndari og ræð betur við að hemja fordóma mína og fyrirframgefnar hugmyndir í hæglæti. 

klifurgarður2.jpg

Ég bý í frístundahúsi í Eilífsdal í Kjósinni. Fyrst um sinn áttum við húsið og notuðum það bara sem hefðbundinn sumarbústað, fórum um helgar og slíkt. Svo kom að því að við fundum að við áttum sífellt erfiðara með að fara "heim” til Reykjavíkur eftir dvölina í sveitinni.

Þannig varð það á endanum skýr vilji okkar allra að setjast að í sveitinni. Með því að flytjast í sveitaumhverfið hægðist á lífinu. Það er að mínu mati mjög ólíkt að búa í náttúrunni með fjöllin nánast í garðinum. Fuglasöngur, árniður, frískt loft, þögn, myrkur.  Allt eru þetta þættir sem auðvelda mjög að skipta um takt og öðlast innri ró.

Tilgangur minn með því að halda úti samfélagsmiðlum mínum er að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif út í samfélagið. Að auki láta umheiminn vita að ég er til þjónustu reiðubúin til að aðstoða við og taka þátt í samfélagsverkefnunum okkar. Virkni einstaklinganna skiptir máli fyrir heildarniðurstöðuna. 

Ég er með Instagram og facebook reikningana @slowlivingiceland og @thoramarkthjalfi.

2020-02-01 13.06.57.jpg

Sími

6981976

Netfang

Miðlar

  • Facebook
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page