top of page

Bjarney Kristrún Haraldsdóttir
Meðstjórnandi hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er félagsfræðingur, sjúkraliði og jógakennari með allskonar ívafi. Ég starfa hjá embætti landlæknis og kenni yin jóga og bandvefslosun hjá Yogahúsinu í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði.

Ég bý í Garðabæ með manni mínum. 

Hæglætisáherslur mínar er að finna leiðir til að einfalda lífið, auka vellíðan og draga úr áhrifum áreita í samfélaginu.

IMG_20180616_120119_2.jpg
IMG_20180724_141553.jpg

Mín vegferð varðandi hæglæti hófst fyrir þremur árum síðan. Ég stunda hæglæti til að draga úr áhrifum hinna ýmissa áreita sem fyrirfinnst í samfélaginu, til að skapa ró í lífi mínu og vera meðvitaðri um hvernig samskipti mín við aðra eru og mynda sterkari tengsl.

 

IMG_20190706_135458 - afrit.jpg

Ávinningur þess að tileinka sér hæglæti er að vera meðvitaðri um lífið og allt það sem það hefur upp á að bjóða. Lífið er dýrmætt.

Áhugamálin mín eru af ýmsum toga að iðka og kenna jóga, listsköpun, útivera, samvera, lesa mér til um leiðir til að hjálpa fólki til að líða betur og drekka gott kaffi.

Instragram mín heitir @bjarneyharalds. Tilgangurinn með síðunni minni er að sýna frá lífinu mínu og verkefnum sem ég er í að vinna í. 

 

20220606_113703 (1).jpg
aðalmynd.png

Miðlar

  • Facebook
  • Instagram
bottom of page