top of page
  • Instagram
  • Facebook

Dögg Árnadóttir
Meðstjórnandi Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er lýðheilsufræðingur að mennt og af ástríðu. Að við hlúum öll saman að heildrænni heilsu allra er mér því hugleikið í leik og starfi. Þegar kemur að heilsu eru heilsueflandi samskipti sérstakt áhugasvið hjá mér. 

Fyrir þremur árum síðan kynntist ég Hæglætishreyfingunni. Það var í raun mögnuð upplifun. Það var mér eins og púslið sem fékk allt til að smella saman. Bæði persónulega og faglega.

2.jpg

Hæglæti hefur alltaf verið minn helsti taktur. Með Hæglætishreyfingunni sit ég orðið betur en nokkru sinni vel í sjálfri mér. Nýt þess enn betur en áður að veita mesta alúð í hversdagslífið og samskipti, með börnunum mínum, og öðrum í nánd minni. Ég næ betur en áður t.d. að njóta þess bara að vera,

1. Forsíðumynd.jpg
3.jpg

bara vera heima hjá mér eða í náttúrunni, gera bara það sem hentar og þarf helst, leyfa mér að vera alltaf bara ég sjálf, taka einungis þátt í samskiptum og samvinnu þar sem hlúð er að upplifun, heilsu og árangri allra. Og þegar mér líður eða gengur illa, þá minnir hæglæti mig á að

það má. Hæglæti umfaðmar nefnilega alla okkar upplifun, veitir henni viðurkenningu, og rýmið sem þarf fyrir uppbyggilega þróun hverju sinni. 

4.jpg

Fyrir mig sem fagaðila, lýðheilsufræðing, var það mér ómetanlegt að kynnast Hæglætishreyfingunni, og boðskap hennar. Því hæglæti veitir þann jarðveg sem þarf til að mögulegt sé að hlúa að heilsu allra. Í samskiptum er t.d. nauðsynlegt að veita þeim þá alúð, þann forgang og þann tíma sem þarf til að þau geti haft uppbyggileg áhrif á alla.

Ég hef fjölbreytta starfsreynslu, en starfa nú sem deildarstjóri á ungbarnaleikskóla, sem leggur áherslu á hæglæti í leikskólastarfinu. Auk

ungabörn - afrit.jpg

þess að njóta í vinnunni þeirra forréttinda að vera í félagskap ungbarna, held ég þar utan um samskipti og samvinnu þeirra sem hlúa að heilsu og velferð þeirra. Meðfram þeirri vinnu er ég að byggja upp þjónustu fyrir einstaklinga og teymi sem vilja ástunda samskipti sem eru heilsurækt. Hæglæti er mikilvægur partur af gæðum og árangri í öllu mínu starfi.

5.jpg

Það hefur verið mér mjög verðmætt að tilheyra Hæglætishreyfingunni, þessum hópi fólks, sem veitir hæglæti þá virðingu og alúð sem því hæfir. Það hefur aukið lífsgæði mín. Og það hefur veitt mér þann vettvang og möguleika að hafa með samtakamætti framlag til bætandi áhrifa á samfélagið.

462560543_1128476242006853_8071219748719471699_n.jpg

Ég hlakka til að halda áfram vegferð með hæglæti, og hlakka til að fá ykkur fleiri með í hópinn ❤️ 

Sími

8233000

Netfang

Miðlar

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram
bottom of page