top of page

Nína Jónsdóttir
Í varastjórn hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég er búsett með fjölskyldunni minni á Nýja Sjálandi í litlum bæ sem maðurinn minn ólst upp í. Hér er stutt að fara niður að ánni, á ströndina, í skóginn eða uppá fjall og mikið af grænum svæðum með stórum fallegum trjám.

Ég er heimavinnandi og smíða smáhluti úr við - mest viðarleikföng. Ég er einnig í ólaunuðu starfi sem framkvæmdastýra heimilisins. Ég er menntuð í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, þar sem hæglætisferðalagið mitt hófst fyrir 10 árum.

IMG20210110120546.jpg

Hæglætisáherslur mínar eru einfaldleiki og núvitund í uppeldi og í lífinu almennt.

 

Mín helsta hindrun hefur verið stress yfir því að hafa ekki nægan tíma til að sinna verkefnum, fjölskyldunni og sjálfri mér.

Mín helsta hindrun hefur verið stress yfir því að hafa ekki nægan tíma til að sinna verkefnum, fjölskyldunni og sjálfri mér. Með því að einfalda lífið og skapa eyður fyrir “ekki neitt” á hverjum degi höfum við hægt á lífi okkar og gerum meira af því sem veitir okkur gleði, ró og kraft.

20200510_162339.jpg
20200222_143517.jpg

Mín helstu áhugamál eru að lesa bækur og auka þekkingu mína á ýmsum sviðum. Ég hef áhuga á sjálfsvinnu og að endurskoða viðhorf mín á sjálfa mig, samfélagið, fólk og lífið almennt. Ég hef mikinn áhuga á trésmíði, útivist og ferðalögum. Ég elska kaffi og tónlist og náttúruna í allri sinni dýrð.

Ég er með Instagram síðuna @the.slow.living.mama

Tilgangur samfélagsmiðla minna er að sýna frá lífinu okkar á Nýja Sjálandi og verkefnum sem ég er að vinna í. Ég deili reynslu minni á virðingarríku uppeldi, einfaldara lífi og hæglæti.

luban20200913_113057.jpg
IMG20210228102921.jpg
aðalmynd.png

Miðlar

  • Instagram
bottom of page