top of page
11143425_10155846000125107_8985277470115

Pálína Ósk Hraundal

Í varastjórn hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég bý í Osló, í útjaðri borgarinnar nálægt skógi og sveit. Þar bý ég ásamt þremur börnum, manni og hundi. Í daglegu lífi notum við umhverfið og náttúruna í kringum okkar markvisst í uppeldi barna okkar með meðvituðum samverustundum 

 

Ég starfa sem menningarfulltrúi hér í Osló og sem útivistarfyrirlesari og útivistarkennari. Ég hef yfir áratugs reynslu af starfi með öllum aldurshópum. Í starfi mínu hef ég lagt áherslu á andlegan og líkamlegan ávinning þess að bæta inn fleiri útistundum í náttúrunni inn í daglegt líf okkar án mikillar fyrirhafnar. 

Hæglætisáherslur mínar eru hæglæti í fjölskyldulífinu. Hæglæti í uppeldi barna. Hvernig við getum verið meðvitaðri með hverju aldursstigi og notið þess að gera meira með því að gera minna. Í þessum áherslum nota ég náttúruna og umhverfið okkar mjög mikið til þess að ná ró og slökun inn í annars mjög annasaman hversdagsleika.

Útivist er aðal áhugamálið mitt. Ég reyni að verja sem mestum tíma utandyra og byrjaði mjög snemma að taka börnin með mér í ævintýrin. Uppeldi, sköpun og samskipti eru einnig áhugamál sem ég gef mjög meðvitað rými og tíma dagsdaglega.

Instagram: Natureplaymom

 

Tilgangur Natureplaymom er að gefa öðrum innblástur að auðveldum leiðum til þess að auka útistundir og tíma í náttúrunni með börnum án mikils kostnaðar eða fyrirhafnar.

154905140_248299196901048_22529686166458
65588149_10162190835070107_2673019372506
74706396_10162768612025107_1377231175277
93279834_10163608161310107_1348117309964
aðalmynd.png

Miðlar

  • Instagram
bottom of page