top of page

Guðrún Helga
Jóhannsdóttir
Formaður Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi

Ég starfa sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Barnaheillum og stundakennari við Háskóla Íslands.

Áhugamál mín eru ferðalög, ferðalög og ferðalög, hvort sem það er innanlands eða utan, útivist og ljósmyndun.

IMG_6416-2.jpg
IMG_9975.jpg

Ég legg áherslu á einfaldleika og hæglæti. Við veljum að búa smátt og leggja áherslu á samverustundir með fjölskyldunni við að skapa minningar en ekki óþarfa veraldlega hluti.

Ég vinn fjarvinnu til þess að þurfa ekki að keyra á milli vinnu og heimilis og til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum. Ég vil geta eytt tíma með börnunum mínum og vil móta vinnuna mína í kringum líf mitt en ekki öfugt. Ekki misskilja samt, ég vinn fulla vinnu og alla daga en hef mikinn sveigjanleika ef ég þarf, auk þess sem við fjölskyldan eyðum hluta ársins erlendis.

Að búa smátt og eiga lítið auðveldar lífið. Eftir að hafa flutt oft á milli landa með eingöngu ferðatöskur komumst við að því hvað við þurfum í raun lítið og hversu mikla hamingju það veitir að eiga lítið og þurfa lítið.

Á mínum miðlum legg ég áherslu á samverustundir með fjölskyldunni, ferðalög, einfaldleika og hæglæti.

IMG_3541_edited.jpg
2019-09-15 05.30.38.jpg

Nafnið á síðunni okkar er komið til vegna minnar þarfar til að ferðast, ferðalög eru ekki eitthvað sem við gerum endrum og eins heldur skipuleggjum við líf okkar og vinnur út frá möguleika til að ferðast.

IMG_3786.jpg

Instagram: @mommyneedstotravel

Facebook: @mommyneedstotravel

www.mommyneedstotravel.com

bottom of page