![](https://static.wixstatic.com/media/23eaba_29a1cb32f1054a9885c73ebd676e9c0f~mv2.jpg/v1/fill/w_829,h_633,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/23eaba_29a1cb32f1054a9885c73ebd676e9c0f~mv2.jpg)
Hvernig stuðlum við að hæglæti?
Tilgangur okkar og markmið er að tala fyrir og fjalla um hæglæti sem er raunverulega forvörn gegn hraða, streitu, áreiti og örmögnun. Hæglæti er líf í meðvitund.
HÆGLÆTISHLAÐVARP
Í hverjum mánuði setjum við í loftið nýjan hæglætisþátt. Hver þáttur er tileinkaður sérstöku umræðuefni sem gefur hlustanda góða innsýn inn í efnið á stuttum tíma. Fyrsti þátturinn fjallar almennt um hvað hæglæti er, en síðar förum við til dæmis ítarlega í það hvernig hæglæti birtist og nýtist okkur í samskiptum, samböndum, uppeldi, á heimilinu, í starfi, á ferðalögum, í mat, drykk, áhugamálum og öðru.
HÆGLÆTISBLOGG
Við birtum reglulega fróðlega pistla sem tengjast umræðuefni mánaðarins og því sem stendur okkur nærri hverja stund. Pistlarnir munu birtast á heimasíðunni okkar og á samfélagsmiðlunum okkar: HÆGLÆTI á Facebook og Instagram.
HÆGLÆTISHREYFINGIN
Við hvetjum alla áhugasama um að taka þátt í hæglætinu með því að ganga til liðs við hópinn okkar HÆGLÆTISHREYFINGIN á facebook. Þar er öllum velkomið að varpa fram spurningum, deila reynslu sinni, áhugaverðu efni og öðru.