Hverjar standa að hæglæti?
10 ólíkar konur sem hafa ekkert annað að gera!?
Nei síður en svo. Konurnar sem standa að HÆGLÆTI eru vissulega með ólíkan bakgrunn, þekkingu og reynslu en það sem sameinar þær er áhuginn og ástríðan fyrir betra lífi og bættum lífsskilyrðum. Þessar öflugu konur hafa allar á einhvern hátt helgað líf sitt því að þróast í átt að hæglætislífi og auknum lífsgæðum. Sumar hafa ástundað hæglæti lengi, aðrar skemur. Sumar meðvitað, aðrar ómeðvitað.
Hæglætislíf er nokkuð sem fylgt hefur mannkyninu frá örófi alda en hefur ekki verið ástundað af stórum hópum fólks nú um langa hríð. Þessi ofsalegi hraði, kröfur og áreiti sem einkennir stóran part heimsins núna hefur verið að aukast síðustu 100 ár. Hæglætishugmyndir og hugmyndafræði á rætur sínar að rekja allt aftur til forngrikkja og þangað leitum við að innblæstri meðal annars. Við leyfum okkur því að horfa til fortíðar í leit að innihaldsríkari framtíð en mest viljum við dvelja í nútíðinni og njóta hennar sem best.
Þær sem stóðu að stofnun Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi eru:
Sólveig María Svavarsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ágústa Margrét Arnardóttir, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Guðný Valborg Guðmundsdóttir, Nína Jónsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Pálína Ósk Hraundal.
Það má lesa um okkur hverja og eina hér á síðunni. Saman munum við standa að bloggskrifum, hvatningu inni á samfélagsmiðlum okkar og að Hæglætishlaðvarpinu.
Það sem tengdi okkur saman var að við höldum allar úti Instagram reikningum sem hafa hæglæti að umfjöllunarefni í einni eða annarri mynd. Við fundum samhljóm og ákváðum að tengjast.
Og þannig gerðist það að Hæglætishreyfingin varð til.
©HÆGLÆTI2023