top of page
  • Spotify
  • Instagram
  • White Facebook Icon
Rétt 1.png
Rétt 2.png

Hæglæti er svar við hraða og streitu samfélagsins sem leiðir marga inn í kulnun, kvíða og uppgjöf.

Hæglæti er val um að lifa meðvitaður og að hafa stjórn á og val um það hvernig maður ver tíma sínum. Það er að vera meðvitaður um að maður hefur alltaf val um ákvarðanir og aðstæður

og þar með að upplifa sig ábyrgan fyrir eigin líðan, heilsu og samskiptum sínum við aðra.

Að lifa í hæglæti er að vera í núvitund, að vera vakandi og með athygli á núlíðandi stund.

Að heyra vel og hlusta, að anda og njóta,

að velja meðvitað að takmarka streitu,

taka sér minna fyrir hendur og gera færri hluti.
Að beina athyglinni frekar að því að vera í stað þess að vera upptekinn af því að gera æðislega mikið.

Hlaðvarp

1. þáttur

Í þessum fyrsta hlaðvarpsþætti Hæglætishreyfingarinnar spjalla Þóra Jónsdóttir og Sólveig María Svavarsdóttir um hugmyndafræði Hæglætishreyfingarinnar og ávinning hæglætislífsstíls í hraða samfélagsins.

Í hverjum hlaðvarpsþætti er tekið fyrir eitt umræðuefni

og því gerð góð skil út frá ýmsum hliðum,

Það er okkar von og trú að hlaðvarpið hvetji hlustendur áfram í átt að því að finna sína leið að hægara og einfaldara lífi sem leitt getur til aukinna lífsgæða.

Þú finnur okkur hér

bottom of page